Ukulellur
Hljómsveitin Ukulellur var stofnuð árið 2018 og er skipuð þrettán hinsegin konum.
Með tónlist sinni leitast hljómsveitin við að auðga íslenska menningu með því að semja texta um veruleika hinsegin fólks og kvenna á öllum aldri. Þær skrifa um efni sem almennt er erfitt að finna í tónlist, svo sem breytingaskeiðið, hinsegin ástir, staðalímyndir, lesbíur og fordóma.
Ukulellur leggja sig fram við að uppræta fordóma ásamt því að styrkja samstöðu kvenna og hinsegin fólks.
Mamma þín
Hljómsveitin Mamma þín var stofnuð löngu á undan hljómsveitinni Mamma'ðín. Tvöfaldir tónleikar seinna bara.
Hljómsveitin Mamma þín er skipuð Margréti Arnardóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og mér, Elísabetu Thoroddsen. Við spilum allskonar frumsamin lög um lífið og erfiðleikana sem því fylgir, eins og til dæmis púsl-fíkn, ást og peninga og lúsmý.
-
Vantar þig texta við lag?
Ég hef samið helling af lagatextum fyrir hljómsveitirnar mínar sem fluttir hafa verið innan og utan landsteinanna. Ég sem texta við gömul lög og ný. Þú getur sent mér tölvupóst með fyrirspurn á elisabet.thoroddsen@gmail.com ef þú vilt vita meira.
Lagatextar
-
Þriggja fasa jól
Texti saminn fyrir hljómsveitina Ukulellur. Hægt að hlusta á Spotify eða spila á Guitarparty.
-
Hrukkótt konuskass
Við Bítlalagið When I´m 64.
Gamlar konur verða líka hrukkóttar og vilja láta elska sig.
-
Heita lessa
Lessur eru stundum alveg sjóðandi heitar. Þessi texti fjallar einmitt um það.
-
Elísabet Thoroddsen
elisabet.thoroddsen@gmail.com
S: +354 822 3691