bækur, tónlist og margt margt fleira

Rugluskógur

Er eitthvað ævintýralegra en að sofa í hengirúmi undir berum himni? Er einhver sem segir að bíll geti ekki líka verið flugvél? Eða að Esjan geti ekki heitið Skuggheimahóll – og að þar búi skuggaverur sem elska rifrildasúpu?

Sunna og mamma hennar nota ímyndunaraflið þegar þær fara saman í ævintýraferð. Ferðinni er heitið í Rugluskóg en þar þurfa þær að finna töfrastein til að bjarga Reykjavík frá glötun. En töfrasteinar eru vandfundir og ýmislegt fleira leynist í Rugluskógi, eins og Sunna á eftir að komast að.

Myndhöfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Bókin var gefin út hjá Bókabeitunni 2025.

Kaupa bók

Rugluskógur er lífleg og skondin barnabók úr íslenskum veruleika þar sem ímyndunaraflið fær að ráða ferðinni.“

- Rebekka Sif / Lestrarklefinn

Bækurnar um Tinnu

Bækurnar um Tinnu, Allt er svart í myrkrinu (2022), Á eftir dimmum skýjum (2023) og Undir sjöunda þili (2024) eru draugalegar spennusögur fyrir unglinga.

Bækurnar fjalla um Tinnu sem iðulega lendir í hættulegum aðstæðum sem hún og vinir hennar þurfa að leysa úr. Í gegnum bækurnar er Tinna að skoða sjálfa sig og reynir að skilja hver hún er meðal annars hvað varðar kynvitund, kynhneigð og kyntjáningu.

Bækurnar eru fullar af spennu og vangaveltum um ástina og hinseginleikann.

Sjá meira
  • Mér finnst þetta vera dálítið ólíkt öðru sem ég hef verið að lesa upp á síðkastið, þessi dulúð, þessi hryllingur og hvernig þetta raðast saman. Að þora að fara svolítið inn í draugana jafnvel. Mér fannst þetta hressilegt og skemmtilegt.

    - Sunna Dís Másdóttir


    Ég held að börn sem vilja svona smá hrylling verði ánægð með þessa bók.

    - Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

    Sjá umfjöllun 
  • Fullkomið. Engin komment. 10/10. Vá hvað ég hefði viljað lesa þessa bók þegar ég var yngri. Tilfinningar Tinnu eru svo vel skrifaðar og efasemdir hennar um kyn sitt, sambandið hennar við bæði Dóru og Karítas er svo einlægt og fallegt. Ég elskaði líka að sjá Hinsegin félagsmiðstöðina og að fræðsla samtakanna 78 væri sýnd, bæði er svo mikilvægt fyrir ungt fólk í dag. Eg varð líka svakalega stressaður og reiður á köflum, enda er þessi bók svo vel skrifuð. Ég trúi ekki að ég hafi ekki vitað af þeim fyrr. Öll ættu að lesa þessar bækur, sérstaklega unglingar.

    - Atlas / Goodreads

    Sjá á Goodreads 
  • Ég er skáti og hef gist í Þrist sem er skata bústaður Kópa skáta, upp í fjalli út í buskanum og það er ekkert klósett ( ekki spyrja hvar við gerum þarfir okkar ) ekkert rafmagn og ekkert rennandi vatn:0 en þessi bók er rosa creepy 👻 ég mun örrugglega ekki fara aftur í Þrist. BTW það var snjóstormur eina nóttina.(ég veit ég er að skrifa of mikið svo ef þið nenntuð að skoða allt til hingað þá congrats🥳🥳🥳

    - Þuríður Katrín / Storytel

  • Elísabet Thoroddsen

    elisabet.thoroddsen@gmail.com

    S: +354 822 3691